KVENNABLAÐIÐ

Stjörnumerkin: Hverju ertu háð/ur?

Allir eru með sín stjörnumerki á hreinu, ekki satt? Sumir trúa því að fæðingardagur ákvarði einhver persónueinkenni og annað sem ákvarðað er af stjörnunum. Nútímafólk reynir að ráða í líf sitt í dag með því að lesa stjörnuspeki…sumt kann að reynast rétt meðan annað er það ekki.

58% fólks 18-24 ára í Bandaríkjunum trúir að stjörnuspeki séu vísindi. Hverju trúir þú?

Ísbrjótur í samræðum kann að vera: Í hvaða stjörnumerki ertu? Getur það orðið uppspretta skemmtilegra samræðna og (jafnvel mikilla deilna!)

Litum samt á hvað stjörnumerkin geta hreinlega ekki fengið nóg af. Kannski að þau séu haldin fíkn? Hver veit? Gaman væri samt að vita hvort þetta á við þig – þannig ekki gleyma að líka við og deila!

Auglýsing

Hrúturinn – Kaffi/te

Hrúturinn hefur tvö andlit: Dýrslegur eða..ekki. Óþolinmóður hrútur þráir kaffið sitt til að halda sér gangandi þegar letin segir til sín. Ef þú ert fyrrum kaffifíkill ertu sennilega búin/n að skipta yfir í te!

AAAA BOR

Nautið: Matur

Leiðin að hjarta nautsins er maturinn. Þrátt fyrir að nautið sé stöðugt alla jafna er matur eitthvað sem kveikir í því. Það á til að tengja allar sínar tilfinningar sínar við mat.

Tvíburi: Samfélagsmiðlar

Þegar tvíburinn vill forðast tilfinningar sínar, fer hann á Facebook. Það hjálpar honum að týnast í skoðunum og lífum annarra, hvort sem það er á Facebook, Twitter eða Insta. Samfélagsmiðlar gegna því hlutverki hjá tvíburanum að hann þráir að vera hluti af ýmsu en vill ekki vera of tengdur.

Krabbinn: Rómantík

Krabbar eru viðkvæmir, hliðhollir og tilfinningaverur sem hanga í jákvæðum tilfinningum og gera allt til að forðast þessar neikvæðu. Þar sem krabbinn er vatnsmerki sýgur krabbinn í sig allt, svo hvort sem það er saklaust daður eða eitthvað meira þá virðist krabbinn ekki fá nóg.

Ljónið: Að versla

Hégóminn er ljónsins stærsti löstur og hann nærist mjög á veraldlegum eignum. Ljónið hrífst af mikilfengleika í öllum sínum skilingi þannig gefir þú ljóni kreditkort er ekki snúið til baka.

Meyjan: Sambönd

Meyjan á til að þrífast á eitruðum samböndum þar sem virkilega þarf að reyna á tilfinningarnar. Meyjan hefur afar stórt hjarta en er viðkvæm fyrir rándýrum sem vilja henni kannski ekki það besta…

Auglýsing

Vogin: Ást

Vogin er með sína réttlátu vog sem vegur réttlæti og jafnrétti. Vogir eiga til að verða hugfangnar af þeirri hugmynd að finna einhvern eða einhverja til að fullnægja þeim eða „jafna þær út.“ Þær verða auðveldlega þrælar ástarinnar.

a horfa

Sporðdreki: Raunveruleikasjónvarp

Ef þú ert sporðdreki horfir þú sennilega of mikið á sjónvarp. Sjónvarpsdagskrá sem hermir eftir raunveruleikanum – þar ert þú á heimavelli og það getur verið algerlega þinn veikleiki. Sporðdrekinn elskar ástríðu og samkeppni þannig það er ekki skrýtið að hann verði háður slíkum þáttum!

Bogmaður: Ferðalög

Bogmaðurinn er þekktur fyrir að elska að kanna hluti, ferðast á nýja staði og kynnast einhverju nýju. Þeir eru hvatvísir og elska óvænt ferðalög. Það er ekki skrýtið að þeir taki ævintýri fram yfir flest annað.

Steingeit: Vinna

Steingeitur eru vinnualkar. Þær elska að leggja hart að sér og ná að skora á sig sjálfar. Þær eru frábærir leiðtogar akkúrat þess vegna. Þær eru ábyrgar og agaðar, en þær eiga einnig erfitt með að taka sér frí.

Vatnsberi: Tölvuleikir/bækur

Á tækniöld er ekkert slæmt að njóta góðrar bókar! Vatnsberinn er greindur og auðveldur í samskiptum. Honum finnst fínt að sökkva sér í aðra veröld, hvort sem það er í tölvuleik eða öðrum heimi.

a slle

Fiskar: Svefninn

Fiskar eru viðkvæmir og blíðir. Það besta sem þeir vita er að flýja veruleikann með því að sofa lengi eða leggja sig á daginn…