KVENNABLAÐIÐ

Fullkomnar amerískar pönnukökur í dögurðinn! – Uppskrift

Amerískar pönnukökur eru ómissandi í alvöru dögurð. Það er samt eitt eilítið leyndarmál sem alvöru amerískar pönnsur innihalda! Hér er rétta aðferðin til að ná þeim „alvöru“ – svo auðvitað lætur fólk á þær það sem það vill – við mælum með sýrópi, smjöri og jarðarberjum og/eða bláberjum, hvort sem um er að ræða gesti sem ber að garði eða á letilegum sunnudagsmorgnum:

Auglýsing

Innihaldsefni:

2 bollar hveiti

3 matskeiðar sykur

1 og 1/2 teskeið lyftiduft

1 og 1/2 teskeið matarsódi

1 og 1/4 tsk salt

og leyndarmálið á bakvið bestu pönnsurnar: 2 og 1/2 bolli „buttermilk*

2 stór egg eða 3 lítil

3 matskeiðar smjör

kókosolía eða smjör á pönnuna

*buttermilk er búin til með því að setja mjólkina ásamt 2 matskeiðum af sítrónu saman í ílát. Leyfið henni að standa í um 5 mínútur, þar til hún hleypir/verður kekkjótt.

pönns

Auglýsing

Aðferð:

Hrærðu þurrefnunum vel saman (hveiti, sykur, lyftiduft, matarsódi og salti) í skál. Búðu til brunn í miðjunni. Settu buttermilk í miðjuna ásamt eggjunum, þvínæst smjörinu bráðnu. Byrjaðu að hræra í miðjunni og blandaðu öllu saman – færðu þig í átt að brúnum skálarinnar, þar til allt er blandað saman. Ekki hræra of mikið, kekkir eru í lagi.

Hitaðu pönnuna á lágum hita í um 5 mínútur. Settu eina matskeið af olíu á pönnuna. Hækkaðu upp í miðlungshita. Taktu ca. 1/3 bolla af deigi í hverja pönnuköku.

Þegar „augu“ myndast snúðu henni við (u.þ.b. 2-4 mínútur), bakaðu þar til pönnsurnar eru fallega brúnar.

Njótið!