KVENNABLAÐIÐ

Ertu í hamingjusömu sambandi?

Sambönd geta verið alls konar og misjöfn eftir mánuðum og árum. Stundum er allt í himnalagi og stundum er þetta óþolandi.
Gott samband krefst vinnu og maður uppsker eins og maður sáir. Það eru engar töfralausnir.

Hvernig er þitt samband?
Hér á eftir eru talin upp merki sem benda til að fólk sé í ástríku og hamingjusömu sambandi.

Auglýsing

936full-the-notebook-photo


1. Það er hægt að gera ráð fyrir að þú sért laus á föstudagskvöldi.

Öll kvöld eru „date“-kvöld hjá fólki í sambandi sem mun ekki lifa af. Hvað er gaman við það? Farðu stundum út með vinkonum eða gerðu eitthvað annað. Þú átt þér líf fyrir utan hann.


2. Ef hinn aðilinn er fúll eða uppstökkur þá gerir þú ekki ósjálfrátt ráð fyrir að það sé vegna þín.


3. Þú þarft ekki að þykjast fíla allt sem hann fílar.

Þú ert nægilega örugg til að segja hvað þér líkar og hvað þér líkar ekki.

4. Annað ykkar er ekki endalaust að betla um kynlíf
Þið eruð nægilega þroskuð til að eiga ánægjulegt fullorðins samlíf. Þið farið ekki að ímynda ykkur að það sé eitthvað að í sambandinu þótt það líði nokkrir dagar án kynlífs.

1526152_251157588377616_765313135_n

5. Þið getið gert kjánaleg mistök endrum og eins án þess að allt fari í loft upp.
Hvorugt ykkar er fullkomið og þið munið gera smá mistök. Þá er gott að geta viðurkennt það við makann, rætt saman og haldið áfram.

6. Kynlífið verður betra og betra.
Þarfnast ekki nánari útskýringa.

Auglýsing

7. Ykkur líður vel með fjölskyldum ykkar beggja.
Þú ferð ekki hjá þér þegar pabbi þinn segir fimmaurabrandara og þú brosir bara þegar „tengdamamma“ byrjar að tuða yfir smámunum.

8. Ykkur líður vel saman í þögn.
Jafnvel þótt þið talið ekki stanslaust og það koma þagnir þá þýðir það ekki að þið hafið ekkert um að tala og það þarf ekki að þýða neitt. Stundum er gott að vera í þögn.

kis

9. Þú átt þína eigin vini og áhugamál.
Maki þinn ber virðingu fyrir því að þú áttir líf áður en hann kom til sögunnar og þú sinnir þínum vinum og stundar áhugamál þín áfram þótt svo hann sé ekki þátttakandi í því.

10. Þið þurfið ekki að vera með plan.
Það er gaman að vera saman og þið þurfið ekki að vera með stanslausa dagskrá til þess að það sé stuð.

11. Þú spyrð spurninga af forvitni en ekki afbrýðisemi.
Þið viljið vita hvað hitt gerði yfir daginn ekki af því að þið eruð að velta fyrir ykkur hvort eitthvað misjafnt hafi gerst heldur af því að ykkur langar að vita það. Þið deilið sigrum og mistökum hvors annars.

note

12. Þið eigið ekki í vandræðum með að segja hvort öðru að róa sig.
Ef annað ykkar er með óþarfa drama þá er ekkert mál að benda á það og benda aðilanum á að róa sig aðeins.

13. Það er ekki allt „við“
Þó svo að þið séuð að „deita“ þá ertu enn þá þú og ekki missa það. Haltu sjálfstæði þínu og lifðu þínu lífi þótt þú ætlir að njóta þess með honum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!