KVENNABLAÐIÐ

Stjörnumerkið kemur upp um hvað þú hræðist mest

Við erum öll hrædd við eitthvað sama hversu mikið við reynum að afneita því en veistu hvað þú hræðist mest af öllu?
Jafnvel þó allir séu einstakir þá getur stjörnumerkið þitt sagt til um persónuþætti og ýmislegt fleira, m.a. við hvað þú ert hræddust.

 

Hrúturinn
Hrúturinn óttast að deyja ungur og orðið “dauði” hræðir hann jafnvel. Hann óttast að að lifa leiðingjörnu, tilgangslausu lífi sem hann muni sjá eftir síðar. En stærsta hræðslan er hræðslan við framtíðina. Veltir því oft fyrir sér afhverju hann vinni svona mikið og svo er þetta bara allt búið einn góðan veðurdag.

Nautið
Nautið er líka hrætt við ýmislegt en það óttast mest einsemd. Nautið er í eðli sínu gríðarlega opið og félagslynt og þolir ekki að vera eitt. Ef það getur ekki talað við neinn allan daginn þá þjáist það og verður dapurt alveg þangað til einhver talar við það. Það óttast að deyja eitt og það er ein ástæðan fyrir því að konur í nautsmerkinu eiga það til að daga uppí eitruðum samböndum.

Tvíburinn
Að festast í sporunum er hræðsla sem tvíburinn reynir að komast yfir. Óttinn við að ná ekki markmiðum sínum og geta ekki fylgt eftir ástríðum sínum í lífinu þó aldurinn færist yfir. Það er ástæðan fyrir því að tvíburinn er þakklátur fyrir heilsu sína á hverjum degi.

Krabbinn
Höfnun er það sem krabbinn óttast mest. Þeir krabbar sem hafa völd óttast að missa þau. Og þeir krabbar sem lifa hefðbundnu lífi óttast að fara út fyrir þægindahring sinn. Mesti óttinn er þó lofthræðsla. Klifur er alls ekki fyrir krabbann.

blonde-800x400

Ljónið
Eina hræðsla ljónsins er að enginn taki eftir því og það sé afskipt og fái ekki það sem það á skilið. Ljónið er eina stjörnumerkið sem er ekki með langan lista af ótta, fóbíum og kvíða.

Auglýsing

Meyjan
Hræðsla við einmanaleika getur gert líf meyjunnar erfitt. Konur í meyjarmerkinu eru tilbúnar til að gera allt til að giftast og/eða vera í langtíma sambandi. Karlmenn í meyjarmerkinu verða örvæntingafullir þegar þeir eru einir. Þar sem fólk í meyjarmerkinu á erfitt með að eignast vini og byggja upp sambönd þá upplifa þau sig oft einmana og hræðast að verða ein að eilífu.

Vogin
Vogin elskar friðinn og óttast átök. Hún reynir að komast yfir þennan gífurlega ótta við átök en getur það illa þar sem lífið er jú uppfullt af drama alla daga. Að læra takast á við drama er besta leiðin fyrir vogina til að komast yfir þessa hræðslu.

Sporðdrekinn
Sporðdrekinn er hræddur við mistök. Hann er með fullkomnunaráráttu í eðli sínu sem gerir hann oft erfiðan í samskiptum. Það skiptir ekki máli hversu miklu hann áorkar hann er aldrei sáttur með árangurinn. Getur bara ekki hætt að óttast mistök og að hlutirnir gangi ekki upp.

Stocksy_txp9bbb12276me000_Small_750655

Bogmaðurinn
Bogmaðurinn elskar peninga og er hræddastur við að eiga ekki krónu einn daginn. Peningar eru forgangsatriði og bogmaðurinn er tilbúinn til að gera nánast allt til að eignast aur. Bogmaðurinn óttast einnig einmanaleika og er langt niðri þegar hann skortir athygli og ást.

Auglýsing

Steingeitin
Steingeitin óttast gagnrýni, niðurlægingu og mistök. Hún reynir að gera heiminn betri og er hrædd um að hafa ekki nægan tíma og völd til að ná markmiðum sínum. Sumar steingeitur eru hræddar við kóngulær.

Vatnsberinn
Vatnsberinn óttast að missa sjálfstæði sitt. Hann er hræddur við sjúkdóma, mistök, sambandsslit og óheppni. Föstudagurinn þrettándi er slæmur dagur hjá vatnsberanum. Þegar vatnsberinn er í sambandi þá er hann hræddur við að makinn taki stjórn á lífi hans.

Fiskurinn
Fiskurinn óttast ábyrgð og skuldbindingar. Hann óttast einnig að hann finni aldrei sálufélaga sinn og eyði ævinni með rangri manneskju eða aleinn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!