KVENNABLAÐIÐ

Hvort sefur þú í sokkum eða ekki? Svarið gefur ýmislegt til kynna um þig!

Það eru tvær týpur af fólki í þessum heimi….þær sem sofa í sokkum og þær sem ekki sofa í sokkum! Sumum finnst óbærileg tilhugsun að sofa berfættir….þeim er kalt og þeir hoppa úr rúminu um miðja nótt til að fara í uppáhaldssokkana. Sumir eru svo alger andstæða: Ef sokkarnir eru til staðar þegar fólk fer í háttinn fá þeir furðulega tilfinningu….allt of heitt og það upplifir ólýsanleg óþægindi.

Þetta segir þó meira um þig en þig kann að gruna. Þetta er dálítið skemmtilegt!

Þeir sem vilja sofa í sokkum:

Ef þú sefur í sokkum er líklegt þú sért viðkvæm/ur fyrir kulda. Ástæðan getur verið ýmis konar: Þykktin á húðinni og hvernig efnaskiptum líkamans er háttað. Fólk sem hefur hraða brennslu á til að finnast heitt og það svitnar á meðan fólk með hægari efnaskipti verður oftar kalt en öðrum.

Þetta segir þó meira um þig heldur en að vera alltaf kalt – það segir eitthvað um persónuleikaeinkenni þín. Þú skynjar rými og hitastig á annan hátt en aðrir. Tveir einstaklingar geta skynjað slíkt á mjög ólíkan hátt.

Fólk sem sefur í sokkum kýs öryggi og vernd annarra frekar en aðrir. Ef þú ert ein/n af þeim sem sefur í sokkum eru líkur á að þú elskir „kósí“ staði og kjósir helst djúpt og alvarlegt samband við annað fólk. Þú vilt helst kúra og knúsa frekar en yfirborðslegar samræður!

Þeir sem sofa berfættir:

Ef þú getur ekki hugsað þér að sofa í sokkum og þér finnst best af öllu að taka af þér sokkana á kvöldin er það sennilega vegna þess þú hefur hraðari brennslu en aðrir, blóðflæði líkamans er gott og húð þín er þykkari en annarra. Þú veist hvernig á að verja hita innan líkamans og þess vegna hefur þú enga þörf fyrir að verja fæturna á kvöldin.

Þetta er þó ekki eingöngu líkamlegt. Það er líka tákn um það hvernig þú átt í samskiptum við aðra. Ef þú sefur berfætt/ur ertu sennilega mjög sjálfstæð manneskja. Þú hefur ákveðinn „hita“ hið innra. Þú leggur ríka áherslu á að fólk virði þínar girðingar, svo að segja, og þú hefur eingöngu samband við aðra þegar þú hefur þörf á því. Þú ert hreinskilin manneskja og einlæg en þú munt ekki taka einhverju bulli hljóðalaust. Þú veist hvernig koma á fram við fólkið þitt, sem þú metur mikils.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!