KVENNABLAÐIÐ

Vöfflur með vanillurjóma og karamelliseruðum pekanhnetum

Auglýsing

Hráefni:

4 egg

400 ml súrmjólk

300 g Kornax hveiti

1 tsk matarsódi

2 msk sykur

1/2 tsk salt

2 tsk vanilludropar

4 msk smjör, brætt

Aðferð:

Þeytið egg og súrmjólk saman.

Blandið þurrefnum saman í skál, bætið eggjablöndunni og smjörinu saman við og hrærið vel saman.

Hitið smá smjör í vöfflujárninu og steikið hverja vöfflu í nokkrar mínútur. Berið fram með vanillurjóma, sultu og karamelliseruðum pekanhnetum.

Karamelliseraðar pekanhnetur:

Poki pekanhnetur

50 g sykur

1 msk smjör

rjómi, magn eftir smekk

Aðferð:

Bræðið sykur á pönnu.

Þegar sykurinn er uppleystur bætið þið smjörinu út á pönnuna og hrærið í. Saxið hneturnar og setjið út á pönnuna, steikið í 1 -2 mínútur. Hellið rjóma út á blönduna og hrærið aðeins saman.

Vanillurjómi:

250 ml rjómi

2 tsk vanillusykur

Aðferð: 1. Setjið rjóma og sykur í skál og þeytið þar til rjóminn er orðinn léttþeyttur.

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!