KVENNABLAÐIÐ

A Ð V E N T U K O K T E I L L: Snjóhvítur Rússi í fallegri karöflu í frænkuboðið!

Hæ! Er frænkuboð framundan? Vinkonurnar á leið til þín í kvöld? Auðvitað viltu framreiða eitthvað huggulegt og jafnvel drykk sem yljar. Ef þú átt smávægilega Kahlúalögg í flösku, eins og nokkra desilítra af vodka og ferskan rjóma, þá getur frænkuboðið hafist og vinkonurnar huggað sig með hlátrasköllum kringum stofuborðið í kvöld.

Martha Stewart leggur blessun sína yfir þennan ljúffenga drykk og vill meina að White Russian megi framreiða í huggulegri kristalskaröflu, nú eða bara fallegri vatnskönnu. Það eina sem þarf er að blanda drykkinn í hæfilega stóru íláti, en bæta má heilum klakabitum eða klakakurli út í drykkinn eftir smekk.

Þess utan, þó hér sé minnst á Kahlúa, getur hvaða kaffilíkjör sem er, gengið í drykkinn. Það eina sem þarf að hafa hugfast, er að hræra vel í blöndunni með kokteilpinna (eða sleif) áður en karaflan er borin fram og gestum skenkt á glös. Í hófi er þessi ljúffengi vetrardrykkur alls ekki of áfengur, þar sem magnið í uppskriftinni er ekki mikið, en hann yljar ansi vel.

Snjóhvítur og dísætur Rússi – uppskrift:

1 ¼ bolli vodka

1 ¼ bolli ágætur kaffilíkjör (eða Kahlúa)

1 ¼ bolli ferskur rjómi

Blandið saman í fallegri vatnskönnu eða smekklegri karöflu, hrærið blönduna saman og látið gjarna ískurl saman við. Takið fram lág whiskey-glös eða kokteilglös; leggið ísmola í glasið fyrst og deilið svo drykknum jafnt í nokkur glös.

Njótið vel!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!