KVENNABLAÐIÐ

Láttu húsið ilma um jólin! – Heimagerður híbýlailmur!

Það er fátt dásamlegra en að koma inn í hús þar sem þú tekur eftir unaðslegum ilmi, hvort sem er af mat eða góðum kertum. Hér er uppskrift að dásamlegum híbýlailmi sem eftir er tekið!

Þetta þarftu og magnið er bara eftir þínu höfði:

Þurrt engifer rifið
Kardemommur
Kanilstangir
Ilmkjarnaolía t.d. Amber eða Sandalwood nokkrir dropar
Heill anise
Vanilludropar eins og þú vilt
Lárviðarlauf
Appelsínusneiðar
Trönuber

Hálffyllið skaftpott af vatni og bætið öllum innihaldsefnum saman við og látið suðuna koma upp og látið svo malla áður en gesti ber að garði eða bara þegar þú vilt extra góða lykt í húsið!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fengið héðan.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!