KVENNABLAÐIÐ

Stjörnumerkin og líkamsræktin

Eru venjur þínar í líkamsræktinni og hvernig þú æfir eitthvað sem ákvarðast af því í hvaða stjörnumerki þú ert í? Hefur það einhver áhrif? Ertu þvílík keppnismanneskja eins og Hrútur eða þarftu að sjá árangur strax í dag eins og Krabbinn? Lestu þessa grein og athugaðu hvort þetta eigi ekki við þig?

Hrúturinn (20.mars – 19.apríl)
Hrúturinn setur sig ávallt í fyrsta sætið í öllum aðstæðum og er því mjög duglegur að mæta á allar æfingar og fylgja æfingaplani. Hrúturinn er metnaðargjarn og setur sér markmið og gerir allt til að ná þeim. Miklar keppnismanneskjur. Hrúturinn mætir næstum því daglega í ræktina.

Nautið (20.apríl – 20.maí)
Einstaklingar fæddir í nautsmerkinu eru efnishyggjufólk og einnig skiptir útlitið í ræktinni Nautið miklu máli. Réttu litirnir á æfingadressinu og gloss á vörum er eitthvað sem þú sérð hjá Nauti. Það er alltaf hægt að reiða sig á það og það er duglegt að fara eftir æfingaplönum. Nautið býr yfir þolinmæði og þarf ekki að sjá árangur strax. Það nær sínum langtímamarkmiðum gjarnan.

stock-gym-women-planking

Tvíburinn (21.maí – 20.júní)
Tvíburinn er félagsvera svo þú finnur hann gjarnan á tjattinu við einhvern í ræktinni. Hann lítur á ræktina sem stað til að hitta fólk frekar en til að æfa. Lykillinn að því að Tvíburinn toll í ræktinni er að hann eigi æfingafélaga sem stýrir honum. Tvíburinn er oft eirðarlaus og hann tollir ekki lengi í einu á hlaupabrettinu eða í sama tæki.

Krabbinn (21.júní – 22.júlí)
Krabbinn elskar að vera nærri heimili sínu og þetta er týpan sem kaupir öll æfingarmyndböndin og æfir oft heima. Finnst ekki gaman að æfa í kringum fullt af fólki. Krabbinn er oft inni í sér og ef hann er í stórum sal af fólki þá er hann viss um að það séu allir að horfa á sig. Ef krabbinn sér ekki árangur strax þá gefst hann oft upp.

Ljónið  (23.júlí – 23.ágúst)
Ljónið hefur tilhneigingu til að hafa stórt ego og elskar að dekra við sjálfan sig og gera eitthvað fyrir sig sjálft. Það er því ekki að undra að það elskar að fara í ræktina og eyðir þar löngum stundum. Þetta er vöðvastóra týpan sem tekur oft einhverskonar öskur eftir að hafa lyft stönginni. Kíkir svo í kringum sig og athugar hvort það séu ekki örugglega allir að fylgjast með því.

bodybuilder_physique

Meyjan (24.ágúst – 22.september)
Meyjan er ótúlegur planari og er búin að liggja á netinu og búa til skothelt æfingaplan áður er hún byrjar í ræktinni. Meyjan setur æfingafötin sem að sjálfsögðu eru öll í stíl í töskuna kvöldinu áður því hún er vanalega mjög upptekin. Meyjan er mjög sjálfsmeðvituð og ef henni finnst hún þurfa missa nokkur kíló þá er hún ekki rónni fyrr en hún hefur losað sig við þau. Fullkomnunaráráttan er þeim stundum erfið og þessi týpa fær rosalegar harðsperrur fyrstu vikuna.

Vogin (23.september – 22.október)
Vogin er alltaf að leita jafnvægis í lífinu og hún mætir þrisvar sinnum í viku í ræktina. Allt í hófi og engar öfgar. Vogin stundar brennslu. lyftingar, jóga og hlaup allt í fullkomnu jafnvægi. Regluleg æfingarútína hjálpar Voginni að vera rólegri.

Sporðdrekinn (23.október – 21.nóvember)
Sporðdrekinn er kappsfullur og fylginn sér og nær því oft langt í íþróttum. Sporðdrekinn leitar seint til þjálfara því hann telur sig ávallt vita hvað sé sér fyrir bestu og hvað hentar honum. Borgar sig ekki að segja honum til í ræktinni. Hann tekur því ekki vel.

young-woman-exercising-in-a-gym

Bogmaðurinn (22.nóvember – 21.desember)
Lang forvitnasta stjörnumerkið í hópnum og því á Bogmaðurinn ekki í neinum vandræðum með að leita ráða hjá öðrum. Bogmaðurinn setur sér langtíma markmið og horfir á stóru myndina frekar en árangur strax í dag. Hann vill ekki bara sjá árangur heldur líka skilja hvernig er best að ná árangri.

Steingeitin (22.desember – 19.janúar)
Steingeitin er metnaðarfull og öguð í sínu æfingum og mætir alla daga á sama tíma. Steingeitin skilur að það barf að leggja á sig til að ná árangri og leggur hart að sér. Þetta verða oft atvinnumenn í íþróttum.

Vatnsberinn (20.janúar – 18.febrúar)
Ef Vatnsberinn er ekki sáttur við útlit sitt þá máttu trúa að hann gerir allt til að breyta því. Hann getur virkað óskipulagður og það er engin regla á æfingartímum Vatnsberans né hvaða æfingar hann gerir en hann leggur hart að sér og nær árangri.

Fiskurinn (19.febrúar – 20.mars)
Fiskurinn er þekktur fyrir óskipulagða hegðun og miklar skapsveiflur og rútínan í ræktinni er háð skapi fisksins. Oft tekur hann skyndiákvörðun um að drífa sig í ræktina meira en að ákveða fasta æfingatíma. Fiskurinn nýtur þess að taka á því í ræktinni en ef hann er í vondu skapi þá mætir hann alls ekki.

 

Byggt á grein frá www.elitedaily.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!