KVENNABLAÐIÐ

Heimalagað BOUNTY sælgæti með MARSIPANI

Jæja… stund sannleikans – þetta er dásamlega gott fyrir alla sem elska BOUNTY og alla sem elska kókos, marsipan og súkkulaði…

2 eggjahvítur
2 mtsk sykur
100 g rifið marsipan
ca. 200 g kókosmjól (geyma smá til að skreyta með).
150 g ljóst mjólkursúkkulaði

Svona förum við að:

  1. Setjið eggjahvíturnar í lítinn skaftpott með sykrinum og hitið á vægum hita stöðugt þar til sykurinn er alveg bráðnaður.
  2. Takið pottinn af hellunni og hrærið rifið marsipanið saman við.
  3. Bætið kókosmjöli smátt og smátt við og hrærið vel saman.
  4. Nú áttu að vera komin með þykkt kókosdeig sem tollir þegar þú þrýstir því saman með fingrunum.
  5. Búðu nú til 20 aflangar rúllur úr deiginu, leggðu á plötu og inn í kæli í ca. 15 mínútur.
  6. Bræddu súkkulaðið í lítilli skál í vatnsbaði í potti. Dýfðu konfektinu/rúllunni einni af annarri í bráðið súkkulaðið og veltu henni svo upp úr kókosmjöli.
  7. Látið konfektið kólna við opinn glugga stutta stund og þá má gæða sér á fyrsta BOUNTY unaðssælgætinu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!