KVENNABLAÐIÐ

UNAÐUR: Grísk jógúrt með ofnbökuðum kanileplum, heimagerðu GRANOLA og bananabitum

Morgunverður á að vera góður, næringarríkur og má alveg innihalda örlítið magn af sýrópi af og til. Sérstaklega á föstudögum. Þá er alger nauðsyn að opna augun örlítið fyrr, dúlla við morgunverðarborðið og teygja vel úr sér yfir ljúfum kaffibolla og kanelkrydduðum, ofnbökuðum eplum.

Undirbúningur við þessa uppskrift hefst kvöldinu áður, þegar þú ofnbakar eplin með örlitlu magni af kanil og Agave sýrópi. Eplin tekur þú svo úr ofninum og lætur í kæli yfir nótt í loftþéttu íláti sem hefur verið klætt að innan með smjörpappír. Eplin eru svo tekin fram næsta morgun og borin fram, dísæt og ofnbökuð en vel kæld með grísku jógúrtinu.

easy-healthy-breakfast-7-1024x683

Ef þér er verulega umhugað um heilsuna og vilt fyrir alla muni fylgjast grannt með innihaldsefnum, mælir ritstjórn með því að þú lítir á heimalagaða morgunkornið sem hægur leikur er að rista á ofnskúffu – en hefðin hermir hins vegar að grísk jógúrt sé besta meðlætið með þessum heilnæma og ljúffenga dekurmorgunverði.

 I N N I H A L D S E F N I:

½ meðalstórt epli, kjarnhreinsað og niðursneitt

1 msk malaður kanill

1 msk lífrænt Agave sýróp

1 bolli (amerísk mælieining) grísk jógúrt

¼ bolli – lífrænt morgunkorn

½ banani – niðurskorinn

L E I Ð B E I N I N G A R:

Forhitaðu ofninn í 190 gráður og blandaðu eplabitunum, kanill og agavesýrópinu saman í lítilli skál. Veltu eplabitunum vel og vandlega upp úr sýróps- og kanilblöndunni og leggðu svo á bökunarpappir á ofnplötu. Bakið í ca. 15 – 20 mínútur í ofni. Látið í loftþétt og grunnt ílát sem klætt hefur verið að innan með bökunarpappír og látið standa í kæli yfir nótt.

Berið fram strax morguninn eftir; setjið fyrst gríska jógúrt í skál – stráið góðu morgunkorni yfir jógúrtið, vænum banasneiðum og að endingu kanilbökuðum eplunum.

cinnamon-master

U N A Ð S L E G T!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!