KVENNABLAÐIÐ

Jóla-auglýsing frá Disney sem fær fólk til að tárast!

Auglýsing

Fyrirtækið Disney gaf á dögunum út jólaauglýsingu þar sem einblínt er á mikilvægi þess að halda í jólahefðir fjölskyldunnar.

„Disney EMEA hefur nú frumsýnt hátíðar herferðina fyrir árið 2020, ´Frá okkar fjölskyldu til ykkar´, og innilheldur hún okkar fyrstu jólaauglýsingu. Um er að ræða þriggja mínútna teiknimynd sem segir hjartnæma sögu af ömmu og barnabarni hennar og hvernig jólahefðirnar tengja þær saman í gegnum árin,“ segir á heimasíðu Disney.

Fyrirtækið er í samstarfi við Make-A-Wish samtökin og renna 25 prósent af hverjum seldum Mikka Mús bangsa, eins og sést í auglýsingunni, til samtakanna.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!