KVENNABLAÐIÐ

Súper einfaldur og hollur chia grautur!

Auglýsing

Hráefni:

3 msk chia fræ
2 dl möndlumjólk
nokkrir dropar af stevíu eða annarri sætu
1 tsk hnetusmjör
1 msk rjómi
Hindber eða jarðaber
kókos eða kókosflögur
sítróna

Aðferð:

1. Hræra saman chia fræjum, möndlumjólk og rjóma í skál eða glas. Gott er að setja 3 dropa af stevíu  saman við eða örlítið af sýrópinu frá good good. .
2. Láta þetta standa í 15-30 mín.
3. Þegar grauturinn er búinn að standa í góða stund og byrjaður að þykkna setur maður berin, hnetusmjörið og kókosflögurnar yfir grautinn..
4. Það er mjög gott að rífa aðeins innan úr sítrónu og setja nokkra bita saman við en má alveg sleppa (mæli með því að prufa það).

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!