KVENNABLAÐIÐ

Hefur ekki hitt unnustann í yfir 200 daga

Auglýsing

Leikkonan Courtney Cox, 56 ára, hefur ekki hitt unnusta sinn, Johnny McDade, síðan í mars.

Courtney kvaddi verðandi eiginmanninn fyrir næstum því 7 mánuðum, þegar hann ákvað að fljúga til Bretlands. Johnny flaug yfir til Evrópu daginn áður en sett var á útgöngubann í Kaliforníu og utanaðkomandi var bannað að koma inn í ríkið. Þetta þýddi það að hann gat ekki snúið aftur til að eyða tíma með unnustunni.

Þrátt fyrir að hafa aldrei verið þetta lengi í sundur segir Courtney að hún sé ekki búin að vera einmanna.

„Fyrst var ég alveg, vá hvað á ég að gera við sjálfa mig? En ég elda á hverjum degi og er alveg búin að mastera eldamennskuna, “segir hún.

Parið kynntist árið 2013 þegar Johnny bjó með sameiginlegum vini þeirra, Ed Sheeran.

Screen Shot 2020-10-19 at 19.35.47

Screen Shot 2020-10-19 at 19.35.38

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!