KVENNABLAÐIÐ

Rjómalagaðar kjúklingabringur með parmesan og hvítlauk

Auglýsing

Hráefni:

  • 4 kjúklingabringur
  • salt og pipar eftir smekk
  • 2 msk ólívuolía
  • 3-4 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 1 msk ítalskt krydd eða oreganó
  • 1 1/2 dl rifinn parmesan
  • 2 dl spínat (má sleppa)
  • 1/2 teningur kjúklingakraftur

Aðferð:

1. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í um 5 mín á hvorri hlið, eða þar til hann er eldaður í gegn og hefur tekið á sig fallega gylltan lit.

2. Færið kjúklinginn af pönnunni og bætið hvítlauk á pönnuna, hrærið í honum í um 30 sek. Setjið þá rjóma saman við ásamt parmesan, kjúklingakrafti og ítölsku kryddi. Hrærið vel saman. Næst fer spínat saman við sósuna og þessu leyft að malla í um 2-3 mín.

3. Færið kjúklinginn á pönnuna og leyfið honum að hitna í sósunni í um 2 mín. Berið fram með pasta eða hrísgrjónum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!