KVENNABLAÐIÐ

Pönnusteikt samloka með beikoni, cheddar og avocado

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 beikon sneiðar
  • 2 sneiðar af góðu brauði t.d. súrdeigs
  • 1 msk smjör við stofuhita
  • 1 dl cheddar ostur rifinn
  • 2 msk stappað avocado með smá salti og sítrónu
  • 1 msk tortilla flögur, muldar

Aðferð:

1. Steikið beikonið þar til það verður stökkt. Leggið það á disk með eldhúspappír.

2. Smyrjið aðra hliðina á hvorri brauðsneið með smjöri, og dreifið smá osti á ósmurðu hliðina á annarri sneiðinni. Ofan á ostinn fer svo avocado, bacon og muldar tortilla flögur ásamt restin af ostinum. Lokið samlokunni með hinni brauðsneiðinni, smjör hliðin upp.

3. Grillið í samlokugrilli eða á pönnu þar til samlokarn verður fallega gyllt og osturinn hefur bráðnað.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!