KVENNABLAÐIÐ

Dásamlega gott spaghetti með chilli, hvítlauk og parmesan

Auglýsing

Hráefni:

250 gr spaghetti
3 msk ólívuolía
2 msk smjör
2 msk smátt saxaður skallotlaukur
3 hvítlauksgeirar, skorinn smátt
1 sítróna (safinn+börkurinn raspaður niður)
salt og pipar eftir smekk

Borið fram með:
extra sítrónuberki
chilli flögum
rifinum parmesanosti

Aðferð:

1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. Sigtið síðan vatnið frá og leggið pastað til hliðar.

2. Hitið olíu og smjör á pönnu. Þegar smjörið hefur bráðnað þá fer laukurinn og hvítlaukurinn á pönnuna í um 2-3 mín. Bætið þá pastanu á pönnuna og kryddið til með salti og pipar. Blandið vel saman. Þá fer sítrónusafinn+börkurinn saman við og öllu blandað saman á pönnunni í um 1 mín.

Berið fram með sítrónuberki, chilli flögum og vel af parmesan. Njótið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!