KVENNABLAÐIÐ

Partýið heldur áfram! Salka Sól ræktar sig í gróðurhúsi. Heima með Helga! Myndband

Partýið heldur áfram – Salka Sól ræktar sig í gróðurhúsi – Heima með Helga!

Screen Shot 2020-04-20 at 10.31.47

Þakið var rækilega sprengt af Heima með Helga seinasta laugardag og partýið heldur áfram á morgun.

Auglýsing

 

Heyrst hefur að frá upphafi þáttanna hafi ættingjar og vinir sent SMS sín á milli til að minna á veisluna hvern laugardag. Í seinasta þætti komu fyrrum Rocky Horror Kóngar saman og var gestur þáttarins Björn Jörundur. Salka okkar Sól, ein af okkar ástsælustu söngkonum kom með sólina með sér að vana og hafa þættirnir verið stútfullir af okkar helsta listafólki.
Adal2Adal

Auglýsing

Helgi Björns, Reiðmenn vindanna og leynigestir hafa aldeilis kryddað tilveruna hjá landsmönnum í samkomubanni og þátturinn náð að faðma fólk heima í stofu. Fólk á öllum aldri syngur hástöfum með okkar helsta hæfileikafólki landsins.

 

Gitar3Helgi_Sigga

Spennandi verður að sjá hvaða ljóð listagyðjan Vilborg, kona Helga kemur með með á morgun en ljóðin hafa verið full af eldmóði, sterk og samsvarað tíðarandanum. Saman skapa listamennirnir eina liðsheild enda snillingar í hverju horni. Sjaldan eða aldrei hafa landsmenn sýnt eins mikinn samtakamátt. Þetta er eins og þjóðhátíð heima í stofu. Hvað er síðan með þessa aspas rétti? Á maður ekki að fara fá einhverja uppskrift?