KVENNABLAÐIÐ

,,Það tekur heilt þorp að ala upp barn“ – Þorpið eru konur landsins Myndband

Á tímum styrjalda, stríða og heimsfaraldurs eins og sá sem COVID-19 hefur valdið, er vert að minna á mikilvægi kvenna og styrkleika þeirra í aldanna rás á tímum sem þessum. Minnast þess ,,Að það tekur heilt þorp að ala upp barn“ og þorpið eru konur hvers lands. Ábyrgð okkar er allra og við erum í þessu saman. Það er ekki langst síðan að alþjóðadegur kvenna var haldin eða 8.mars síðastliðinn og á honum voru menn – afar – feður – synir – bræður minntir á að hlúa vel að konunum í lífi þeirra. Ömmum – Mæðrum – Dætrum – Systrum.

Auglýsing

Á alþjóðadegi kvenna voru menn minntir á.

„Sjálfstraust þitt felst m.a. í að finnast þér ekki vera ógnað með því að hafa konu við hlið þér og að hún þurfi ekki að vera skuggi þinn. Menn ættu að finna valdeflingu og viðbótar styrk og að þetta snýst um að kynin vinni saman.“

„Það er það sem jafnrétti kynjanna snýst um, að kynin vinni saman og að karlmenn þurfa að vera hluta af því samtali. Öryggi okkar felst í að vinna saman, er máttur okkar og styrkur sem lið.“

Auglýsing

Megan Markle m.a. hvatti unglingsstráka til að „meta og vernda“ konurnar í lífi sínu, í skólaheimsókn sem hún kom sem óvæntur gestur, deginum fyrir alþjóðlega kvennadaginn 8. mars. Og hún hvatti þá til að „vera fordæmi fyrir aðra menn sem eru ekki að sjá þetta með sama hætti“.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!