KVENNABLAÐIÐ

Foreldrar Chrissy Teigen skilja

Foreldrar fyrirsætunnar Chrissy Teigen eru að skilja. Ron Teigen Sr. sótti um skilnað frá móður hennar, Vilailuck „Pepper” Teigen, í Los Angeles í vikunni, samkvæmt People. Ron og Vilailuck eiga einnig dótturina Tinu.

Auglýsing
Chrissy
Chrissy

Chrissy (33) sagði í fyrra að móðir hennar byggi með henni og eiginmanninum John Legend, en pabbi hennar byggi tíu mínutum frá: „Hann kemur við á hverjum degi og þau eru gift. Það virkar fyrir það. Þetta er gott fjölskyldulíf. Við erum öll mjög náin.“

Auglýsing

Ekki er vitað ástæðu skilnaðarins, en Vilailuck hætti að bera giftingarhringinn sinn í sumar. John sást síðast á Instagramsíðu konu sinnar jólin 2017.

Þrátt fyrir að Ron hafi ekki verið mikið í fjölmiðlum staðfesti Chrissy að þau væru náin. Því til marks fékk hann sér húðflúr með dóttur sinni á upphandlegginn: „PABBI FÉKK SÉR TATTO AF MÉR Í AFMÆLISGJÖF,“ sagði Chrissy á samfélagsmiðlum, en eins og flestir vita er hún mikill húmoristi.