KVENNABLAÐIÐ

Kiera Knightley knúsaði nýfædda dóttur sína á köldum vetrardegi í London

Leikkonan Kiera Knightley (34) sást á götum Lundúna með litlu sex vikna dóttur sína Delilah um helgina. Hún var skælbrosandi þar sem hún var með litla krúttið í burðarpoka framan á sér. Hefur leikkonan ekki deilt neinum myndum af hinni nýfæddu, en hún er fædd í september en hún deildi ekki fæðingarfregnum í fjölmiðlum.

Auglýsing

kiera oin

Er þetta annað barn leikkonunnar sem á aðra dóttur, Edie (4) með eiginmanninum James Righton (36) en þau giftu sig árið 2013.

Auglýsing

kiera 2

Kiera fór á frumsýningu nýjustu myndar sinnar „Office Secrets“ í London fyrir helgi en það var í fyrsta sinn sem hún sást opinberlega eftir fæðinguna. „Þið takið alveg eftir að ég á sex vikna gamalt barn, er það ekki? Ég er að tala en veit ekkert hvert ég er að fara!“ grínaðist hún í viðtali. „Þetta er svona í þriðja skipti sem ég greiði mér eftir fæðinguna og ég gerði það ekki einu sinni sjálf…ég var í náttfötunum þegar teymið mitt kom til mín og ég á ekki einu sinni þennan kjól.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!