KVENNABLAÐIÐ

Er Ben Affleck fallinn?

Nýtt myndband sýnir leikarann Ben Affleck detta og halda sér eða styðja sig við bíl eftir hrekkjavökuball Unicef í vestur-Hollywood laugardagskvöldið 26. október.

Auglýsing

Ekki er vitað hvað orsakaði að hann átti svo erfitt með jafnvægi en TMZ, sem birti myndbandið, segir að hann sé fallinn í áfengisbindindinu, en hann var edrú í meira en ár.

Auglýsing

Leikarinn (47) var í svörtum jakkafötum með hauskúpugrímu en hann opnaði sig á dögunum á Instagram og sagði edrúmennsku vera mjög erfiða „Að berjast við allar fíknir er lífstíðarvinna og erfið. Því er maður aldrei búinn í meðferð. Þetta er lífslöng barátta. Ég er að berjast fyrir mig og fjölskylduna.“

Hér er myndbandið sem TMZ birti:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!