KVENNABLAÐIÐ

Fær dauðadóm fyrir að hafa myrt fyrrverandi kærustu Ashton Kutcher

Hollywoodmorðinginn Michael Garguiulo fékk dauðadóminn í Los Angeles en hann myrti Ashley Ellerin (22) og Maria Bruno (32). Ashley var fyrrverandi kærasta Ashtons Kutcher og bar hann vitni við réttarhöldin, en hann ætlaði að hitta hana kvöldið sem hún var myrt á óhugnanlegan hátt. Hann ætlaði að hitta hana, hún svaraði ekki og hann kíkti í gegnum gluggann og hélt hann sæi rauðvínsbletti á gólfinu…en það var blóð eins og hann komst að seinna. Hann hélt hún hefði farið án hans þannig hann fór heim. Hann vissi ekki um morðið fyrr en daginn eftir.

Auglýsing

Kviðdómur í Los Angeles komst að þessari niðurstöðu föstudaginn 18. október.

Saksóknarinn hafði krafist dauðadóms og sagði að Michael hefði „lifað lífi glæpa og ofbeldis sem leiddi af sér morð, sorg og eyðileggingu.“

Auglýsing

Michael stakk Ashley með hníf 47 sinnum, svo svakalega að höfuð hennar var næstum sagað af. Hann var einnig fundinn sekur um morðtilraun árið 2008, en þá reyndi hann að myrða Michelle Murphy. Hann er enn að bíða eftir réttarhöldum í Illinoisríki, en það er fyrir morð á hinni 18 ára Tricia Pacaccio, sem var vinkona systur hans.