KVENNABLAÐIÐ

Jack Osbourne viðurkennir að hafa reynt sjálfsvíg í kjölfar fíkniefnaneyslu

Sonur Sharon og Ozzy Osbourne, Jack Osbourne, hefur nú opnað á erfiða reynslu m.a. fíkniefnaneyslu og hvernig fíkn hans í Oxycontin og önnur lyf leiddi hann nærri því að taka sitt eigið líf.

Auglýsing

Í nýjum hlaðvarpsþætti „Dopey“ segir fyrrum raunveruleikastjarnan fá þegar hann var sjúklega háður eiturlyfjum, svo mjög að hann þróaði með sér mikið þunglyndi.

Þegar móðir hans var greind með ristilkrabba árið 2002 var hann næstum látinn: „Þetta var ömurlegt – dimmt, skrýtið og einmanalegt. Mamma var mjög veik, hún hafði krabbamein þarna. Þetta var ekkert auðvelt, hvorki fyrir hana né fjölskylduna. Við héldum við myndum missa hana. Þannig ég var bara mjög, mjög einn. Ég fékk sjálfsvígshugsanir og taldi það í raun best að svipta mig lífi.“

Auglýsing
Á erfiðustu stund hans lét hann sig hverfa í fjóra daga, hann ákvað að taka of stóran skammt. Móðir hans var að áætla inngrip eftir erfitt símtal við vin Jacks, sem sagði henni frá hversu alvarlegt ástandið væri.

Jack, sem nú er 33 ára, kom loksins heim og þá sagði Ozzy að hann myndi fara í meðferð með honum. Hann samþykkti og Jack fór svo í meðferð í Malibu á Visions Adolescent Treatment Center.

Nú hefur Jack verið edrú í næstum tvo áratugi og hann trúir ekki hversu langt hann var leiddur: „Ef það eru einhverjar efasemdir um þennan sjúkdóm þá er það þarna. Þú bara: „Ó, þú ert ömurlegur, dreptu þig bara.“

Nú tekur Jack bara einn dag í einu, mætir vikulega á fundi og heldur sér uppteknum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!