KVENNABLAÐIÐ

Brosmildan dreng sem fæddist án augna bráðvantar fjölskyldu

Brosmildan fallegan dreng sem er kallaður Sasha vantar ástríkt heimili eftir að ung móðir hans yfirgaf hann og gaf til ættleiðingar.

Sasha, sem heitir fullu nafni Alexander K. er að öðru leyti heilbrigður en mun aldrei fá sjón. Er heilkenni hans það sjaldgæft að aðeins tvö önnur börn eru talin vera í öllum heiminum með sama galla, af tegundinni SOX2 anophthalmia.

smi2

Móðir hans var sjálf alin upp á munaðarleysingjahæli og ákvað fyrir fæðinguna að hún myndi gefa hann til ættleiðingar því hún taldi sig ekki geta séð um hann.

Hjúkrunarfræðingur sem nú sér um Sasha litla sem er aðeins sex mánaða segir: „Hann er ekkert öðruvísi en önnur börn, hann leikur sér og brosir líkt og önnur börn. Hann elskar að leika sér og synda. Hann er afskaplega glaður lítill drengur.”

Læknar segja ástand Sasha „einstakt” því flest önnur börn sem fæðst hafa með sama heilkenni hafa einnig mörg önnur vandamál.

Hann hefur tvö góðkynja æxli á enninu sem brátt verða fjarlægð. Rússnesku læknarnir segja að aðeins þrjú börn í heiminum hafi enga augnknetti. Heilkennið finnst hjá einum af milljón.

Með fóstru sinni sem hann elskar
Með fóstru sinni sem hann elskar

Læknirinn Tatiana Rudnikovich í Tomsk, Rússlandi segir: „Sasha fer í reglubundið eftirlit eins og öll önnur börn á hans aldri. Honum gengur mjög vel.

Auglýsing

Sasha mun samt aldrei fá sjónina. Ættleiðingarauglýsing hans segir að hann sé „friðsælt, brosmilt barn. Hann brosir um leið og hann heyrir kunnuglegar raddir.”

smi6

Á spítalanum skrifaði móðir hans strax undir pappírana, en ekki er vitað hver faðirinn er.

Auglýsing

Ef engin rússnesk fjölskylda vill taka við honum geta fjölskyldur utan Rússlands ættleitt hann. Það eru þó takmarkanir á ættleiðingum til Bandaríkjanna.

smi4

Fóstra drengsins tók hann afar langa leið til St. Pétursborgar þar sem læknar græddu pínulitlar „augnkúlur” í drenginn í stað augna þannig andlitið verði ekki afmyndað þegar hann stækkar. Hann þarf aðgerð á sex mánaða fresti til að fá stærri kúlur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!