KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian óskar þess að bjóða Gretu Thunberg í mat

Kim Kardashian heillast mjög af hinum 16 ára loftslagsaktívista, Gretu Thunberg.

Auglýsing

Kim sagði á þriðjudag að hún myndi elska að hitta Gretu og bjóða henni í mat, þar sem hún telur Gretu vera „hugrakka og ótrúlega unga konu.“

Auglýsing

„Hún er bara ótrúleg ung stúlka, svo hugrökk að standa upp á móti þessu fullorðna fólki sem getur verið mjög ógnvekjandi og hún er svo opin og hreinskilin – það er akkúrat sem við þurfum,“ sagði Kim við Reuters á IT ráðstefnu í Armeníu.

Kim sem hefur 150 milljón fylgjendur  á Instagram sagðist geta gefið foreldrum Gretu ráð hvernig nýta eigi samfélagsmiðla til fullnustu: „Að tala á svo stórum vettvangi býður upp á allskonar mismunandi skoðanir og persónuleika og hvernig foreldrar hennar geta stjórnað því,“ sagði Kim.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!