KVENNABLAÐIÐ

Söngkonan Sia þjáist af sjaldgæfum taugasjúkdómi

Söngkonan Sia sem fagnar nú átta ára edrúmennsku hefur opnað sig varðandi heilsufarsmál, en hún þjáist af stöðugum verkjum. Er hún með taugasjúkdóm sem kallast EDS, Ehlers Danlos Syndrome sem er taugasjúkdómur sem veikir vefi líkamans og orsakar lausa liði, þunna húð og veikir æðarnar. Einn af hverjum 20-40.000 þjáist af þessum sjúkdómi.

Auglýsing

„Hey, ég þjáist af stöðugum verkjum, taugasjúkdómi, ehlers danlos og ég vildi bara segja við þá sem þjást af verkjum, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir, ég elska ykkur, haldið áfram. Lífið er f-king erfitt. Þjáning dregur úr manni kjarkinn og þið eruð ekki ein,“ skrifaði Sia á samfélagsmiðla um helgina.

Auglýsing

Söngkonan hefur opnað sig varðandi veikindi sín, m.a. í Billboard viðtali árið 2013 og segist hún hafa verið háð lyfseðilsskyldum verkjalyfjum og alkóhólisma: „Ég var mjög háð Vicodíni og Oxycodone, og ég drakk alltaf en vissi ekki að ég væri alkóhólisti. Ég var mjög óánægður listamaður og ég varð stöðugt veikari og veikari.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!