KVENNABLAÐIÐ

Blake Lively og Ryan Reynolds fagna þriðja barninu!

Ryan og Blake eru búin að eignast þriðja barnið, en það er um tveggja mánaða gamalt. Þau hafa ekki gefið út yfirlýsingu þess efnis en Us Weekly staðfestir þetta.

Auglýsing

Blake sýndi bumbuna í maí að hún og Ryan væri að eignast barn. Í sama mánuði heimsóttu hún og dæturnar James (4) og Inez (2) tökustað þar sem Ryan var að leika í myndinni Free Guy. Hún var skælbrosandi í gráum stuttermabol og gallabuxum með bumbuna.

Auglýsing

Ryan og Blake halda sig utan sviðsljóssins með börnin sín, sem er skiljanlegt. Þau ræða þau sjaldan opinberlega, þrátt fyrir að Ryan hafi játað að þola ekki að fljúga með þau og þau elski flugelda!

 
Svo hefur Ryan einnig sagst ætla að elta þau þegar þau fari burt í menntaskóla: „Þegar þau ákveða að fara í menntaskóla ætla ég að vera þessi gaur: „Þetta er svo fyndið, ég er að fara í NYU líka!“ sagði hann við Extra. „Ég ætla að verða svo þurfandi. Ég elska að vera með þeim – það er það besta í heimi!“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!