KVENNABLAÐIÐ

Frændi Meghan Markle er laus úr fangelsi eftir fjögurra daga innilokun

Á meðan Meghan Markle fór í opinbera heimsókn til Suður-Afríku með eiginmanninum og syni, var frændi hennar Thomas Dooley í fangelsi í Los Angeles í fjóra daga eftir furðulega handtöku þar sem hann gekk um borgina í handklæði einu fata, eins og Sykur greindi frá.

Thomas er nú laus, en hann er 28 ára og rekur Dominos pizzastað með eiginmanni sínum.

Auglýsing

Thomas var handtekinn fimmtudaginn 26. september og leystur úr haldi þann 30. september. Var honum haldið á lögreglustöðinn LAPD í Hollywood.

Tryggingafé var sett, 25.000 dalir, en hann greiddi ekki og beið þetta af sér.

Auglýsing

Thomas, sem er sonur Thomas Markle Jr., hálfbróður Meghan sem hefur drullað yfir hana í fjölmiðlum, var handtekinn undir áhrifum eiturlyfja þar sem hann olli hræðslu almennings. Sagt er að yngri bróðir Thomasar, Tyler – sé kannabisbóndi í Oregonríki og nefndi hann eitt afbrigði kannabisplantna sem hann ræktar „Markle Sparkle,“ hafi einnig verið í Los Angeles á sama tíma og handtaka Thomasar fór fram. Ekki er vitað hvort Thomas hafi verið undir áhrifum Markle Sparkle við handtökuna.

Meghan hefur lítið sem ekkert samband haft við föðurfjölskyldu sína svo vitað sé síðan hún gekk að eiga Harry árið 2018.

Þrátt fyrir að Thomas hafi sent henni opið bréf og beðið hana að bjóða sér að vera við brúðkaupið svaraði hún ekki umleitan hans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem handtaka fer fram í föðurfjölskyldunni, en Thomas Markle Jr. var handtekinn undir áhrifum í Oregonríki þar sem alkahólmagn í blóði var 0.11 prómill. Hann var dæmdur í afvötnunarprógramm.

Tyler – hinn sonurinn, grasræktandinn – var tekinn af dyravörðum í næturklúbbi í London á sama tíma og Harry og Meghan giftu sig. Hann reyndi að koma með risastóran hníf inn á klúbbinn, en þetta atvik var ekki kært af lögreglu.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!