KVENNABLAÐIÐ

Ashton Kutcher eyddi tvíti um Demi Moore, en hann er greinilega reiður

snak
Ashton sagði: „Ég var að fara að ýta á takkann á mjög gagnrýnu tvíti. Svo sá ég son minn, dóttur og eiginkonu og ég eyddi því. <3.“
Auglýsing
Demi sagði í viðtali í The Ellen DeGeneres Show að hún hefði varað Ashton við þátta í bókinni Inside Out.
Eins og Demi hefur greint frá sagði hún að Ashton hefði sofið hjá tveimur konum í framhaldi af þríkantinum en honum hefði fundist línurnar óskýrast eftir það: „Hann hafði þessa fantasíu og það var ég sem vildi þóknast honum,“ sagði Demi við Ellen en bætir við að það hafi verið mistök: „Ég vildi ekki skoða nánar hvað vantaði í raun í sambandinu.“
Auglýsing

Demi sem hefur lengi átt við áfengis-og eiturlyfjamisnotkun að stríða segist hafa þróað með sér „fíkn í hann“ og hún hafði verið „meðvirk á hátt sem hún hafði aldrei áður haft.“

Segir hún Ashton einnig hafa skammað hana fyrir fíknivandann og þar af leiðandi féll hún eftir 20 ára edrúmennsku: „Hann bauð mér enga samkennd eða styrk. Það var eins og hann væri mér reiður að hafa þennan vanda til að byrja með.“
Ashton og Demi giftu sig árið 2005 og skildu ári eftir framhjáhaldið, árið 2013.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!