KVENNABLAÐIÐ

Ný ást í lífi Brads Pitt…og hún er ólík öllum öðrum sem hann hefur kynnst

Leikarinn ástsæli, Brad Pitt, er sagður hafa fundið ástina á ný. Sat Hari Khalsa er fimmtug, hún hannar skartgripi og er heilari. Brad er breyttur maður, edrú og vill einbeita sér að andlegu hliðinni þannig það er kannski ekki furðulegt hann hafi leitað á önnur mið.

Auglýsing

Sat er mjög jarðbundin og andlega sinnuð. Brad skildi við Angelinu Jolie árið 2016 eftir að 10 ára hjónaband. Fyrir það var hann giftur Jennifer Aniston í fimm ár.

Auglýsing

Síðan Brad og Angie skildu hefur Brad tekið því rólega, einbeitt sér að leikferlinum og eytt tíma með börnunum sínum. Eftir að sátt náðist í forræðisdeilunni var sagt að Brad væri í sambandi með MIT prófessornum Neri Oxman, en Neri er nú gift Bill Ackman og eignuðust þau barn í fyrra.

Nú virðist sem Pitt hafi fundið hamingjuna á ný með Sat: „Hún er mjög sterk með fallegan huga. Það er það sem hann hrífst af.“

Fyrir tveimur árum sáust þau saman á Silverlake Conservatory of Music Gala, árleg hátíð sem hljómsveitin Red Hot Chili Peppers stendur fyrir. Nú virðist sem þau hafi tekið þetta skrefinu lengra.

attt