KVENNABLAÐIÐ

Töldu sig hafa ættleitt sex ára stúlku sem var í raun 22 ára svikahrappur

Furðuleg frétt er á flugi á netinu þessa dagana um ættleiðingu Barnett fjölskyldunnar sem breyttist í algera martröð. „Litla stúlkan” sem þau ættleiddu var í raun fullorðin kona með dvergvöxt og átti hún við alvarleg geðræn vandamál að stríða.

Kristine og Michael Barnettclaim segjast hafa verið fórnarlömb svindls í þessu tilfelli. Þrátt fyrir að þau hafi verið ákærð fyrir að yfirgefa ættleidda dóttur sína þegar hún var níu ára, segja þau að hún hafi verið sú sem laug – hún var nefnilega táningur, ekki barn.

NATAL2

Í maí 2010 ættleiddu Kristine og Michael Nataliu Grace frá Úkraínu og var þeim sagt hún væri sex ára. Þau bundust henni tilfinningaböndum og buðu hana velkomna í fjölskylduna. Þau fóru þó fljótt að taka eftir undarlegri hegðun.

Auglýsing

Kristine minnist þess þegar hún baðaði ættleiddu dótturina um ári seinna. Hún fékk áfall að sá að hún hafði mikinn hárvöxt á kynfærasvæðinu. Viku seinna sá hún að hún hafði haft á klæðum: „Mér hafði verið sagt að hún væri sex ára, sem greinilega var ekki rétt. Natalia var kona. Hún var byrjuð á blæðingum. Hún hafði fullorðinstennur. Hún óx ekki um sentimetra, sem myndi hafa gerst, meira að segja hjá manneskju með dvergvöxt.”

Þrátt fyrir að Natalia hegðaði sér sem barn og elskaði bleika kjóla og barnaföt hafði hún orðaforða fullorðinnar manneskju og hún kaus félagsskap unglinga fremur en barna: „Á þessum tíma starfrækti ég lítinn skóla og ég man hún sagði við mig: „Þessi börn eru ótrúlega þreytandi, ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu,” segir Kristine.

Þrátt fyrir að fæðingarvottorðið hafi sagt Nataliu fædda í Úkraínu hafði hún ekki erlendan hreim, skildi ekki úkraínsku og gat ekki lýst heimalandi sínu.

natal

Auglýsing

Þrátt fyrir að hjónin áttuðu sig á að hún væri eldri en hún segðist vera sáu þau ekki eftir neinu. Þau vildu ættleiða og þeim þótti vænt um hana.

Hlutirnir fóru þó að breytast þegar Natalia fór að sýna af sér ögrandi og hættulega hegðun. Kristine segir að Natalia teiknaði myndir af myrtum fjölskyldumeðlimum, vafði svo myndirnar í teppi og gróf þær í bakgarðinum.

„Ég sá hana einnig setja efni í kaffið mitt, svo sem klór, Windex (rúðuúða) og fleira og ég spurði hana hvað hún væri að gera. Þá svaraði hún: „Ég er að reyna að eitra fyrir þér,” segir Kristine.

Stundum smurði Natalia blóði á speglana, hún réðist á börn og hótaði morðum, segjandi hún heyrði raddir. Einn daginn árið 2012 í afmæli reyndi hún að draga móður sína í átt að rafmagnsgirðingu.

Þau ákváðu að láta leggja hana inn á geðdeild til langtíma. Þá viðurkenndi Natalia að vera 18 ára gömul. Læknar höfðu margir giskað á aldur hennar en enginn gat sagt með vissu hvað hún væri gömul.

Eftir nokkurra ára baráttu við Natalie og hegðun hennar leigðu þau fyrir hana íbúð til hún gæti haldið áfram með líf sitt.

nata

Þremur árum síðar, eftir að Kristine og Michael fluttu til Kanada með syni sínum hætti Natalia að hafa að samband. Kristine fór íbúðina einhverju seinna til að athuga með hana og fann lítinn bleikan kjól og bleikt hjól sem hún túlkaði sem svo að Natalia ætlaði að reyna að láta ættleiða sig á ný.

Kristine og Michael var sleppt gegn tryggingu en þau halda fram sakleysi sínu. Var sagt að árið 2013 hefðu þau „yfirgefið” dóttur sína. Þau halda áfram að berjast fyrir réttlætinu: „Frá fyrsta degi var ekkert annað en kærleikur sem dreif okkur áfram. En þegar þú býður barni heim til þín býstu við að þetta sé barn. Að vera ásakaður um eitthvað svona er alveg óskiljanlegt. Bara alveg hræðilegt,” segir Kristine að lokum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!