KVENNABLAÐIÐ

Miley og Kaitlynn hættar saman

Miley Cyrus og Kaitlynn Carter eru hættar saman eftir stutt samband sem varði í rúmlega mánuð.  Us Weekly greinir frá þessu. Miley fór til Las Vegas laugardaginn 21. september með móður sinni Tish og systur hennar Brandi. Átti Miley að koma fram á iHeartRadio tónlistarhátíðinni.

Auglýsing

Kaitlynn var heima, sýndi á Instagram mynd af sér slakandi á í sófanum heima hjá sér í Los Angles. Nafnlaus heimildarmaður sagði í viðtali við PEOPLE, „Miley og Kaitlyn eru hættar saman, þær eru samt enn vinkonur. Þær hafa verið vinkonur lengi og voru til staðar fyrir hvor aðra þegar þær gengu í gegnum sambandsslit beggja, en þær eru ekki í rómantísku sambandi lengur.“

Auglýsing

Liam Heemsworth, fyrrum eiginmaður Mileyar, sótti um skilnað fyrir um mánuði síðan, en þau voru í hjónabandi í átta mánuði.

Miley og Kaitlynn sáust síðast opinberlega saman í Studio City þann 14. september. Þær voru í eins fötum og virtust ánægðar.

Ástæða skilnaðar Miley og Liams var sú að henni leiddist hann í rúminu og vildi opið samband. Hún var ekki tilbúin í að helga sig einni manneskju. Liam vildi börn, Miley ekki.

Kaitlynn var í hjónabandi með Brody Jenner, syni Caitlyn Jenner. Þó þau hafi haldið „brúðkaupsveislu“ kom síðar í ljós að þau voru ekki löglega gift.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!