KVENNABLAÐIÐ

Miley „leiddist” í rúminu með Liam

Eins og flestir vita skildu Miley Cyrus og Liam Hemsworth á dögunum og er ein af ástæðunum sögð vera sú að hann hafði ekki ofan af henni í rúminu: „Hún var leið í þessu hjónabandi og dauðleiddist í rúminu með Liam,” segir vinur söngkonunnar í viðtali við Radar.

Auglýsing

Samkvæmt vininum sagði Miley Liam oft hvernig henni leið, en hún skilgreinir sig sem „queer” – þ.e. laðast að öllum kynjum. Þrátt fyrir að Liam hafi sagst vilja krydda kynlífið með öðru fólki sagði Miley að hún „þyrfti meira en það.”

Hún reyndi í alvöru sitt besta til að vera eiginkona, en hún er bara ekki tilbúin.

Auglýsing

Átta mánuðum eftir giftinguna var sambandið búið. Miley fór til Como vatns á Ítalíu með Kaitlynn Carter og sáust þær í sjóðheitum sleik. Liam var víst brugðið vegna þess og bjóst ekki við að Miley myndi leita annað svo fljótt.

Hann var ekki einn um það því fjölskylda Mileyar var líka í sjokki út af þessu og eru flestir í uppnámi: „Systur Miley styðja hana og vilja bara að hún sé hamingjusöm. Mamma hennar Tish og pabbi Billy Ray eru ekki á sama stað. Þau elska Liam mjög og vildu sennilega ekkert frekar en að verða amma og afi.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!