KVENNABLAÐIÐ

Meghan og Harry ferðast til Ítalíu til að verða brúðkaupsgestir hjá bestu vinkonu Meghan

Meghan og Harry hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að fljúga um á einkaþotu þannig þau flugu með almenningsflugi til Rómar, Ítalíu, til að fagna brúðkaupi Misha Nonoo, bestu vinkonu Meghan.

Auglýsing

Brúðkaupið á sér stað aðeins nokkrum dögum áður en litla fjölskyldan ferðast til Suður-Afríku saman í fyrstu opinberu heimsókn Archies.

MIscha og eiginmaðurinn tilvonandi
MIscha og eiginmaðurinn tilvonandi

Hönnuðurinn Misha (31) mun ganga að eiga olíujöfurinn bandaríska Michael „Mikey” Hess. Misha hefur verið vinkona Meghan mjög lengi og var Misha sú sem hjálpað þeim Meghan og Harry að kynnast. Vinur þeirra segir: „Meghan myndi aldrei missa af brúðkaupinu, ekki fyrir neitt.”

Auglýsing

Archie, fjögurra mánaða, varð eftir heima. Ferðin verður þó stutt og þau koma heim á laugardag og svo til Afríku á mánudag.

Drottningin er ekki hrifin af þessu flandri á Meghan, en hún skrapp til New York að fylgjast með vinkonu sinni Serenu Williams spila tennis á U.S. Open. Hún missti því af Hálandaleikunum og drottningunni var ekki skemmt.

Vinkonurnar
Vinkonurnar

Þegar Meghan kom til baka frumsýndi hún fatalínuna sína, og í henni er skyrta sem Mischa hannaði.

Fullt af stjörnum verða í brúðkaupinu, m.a. Ivanka Trump og eiginmaður hennar, Karlie Kloss, Katy Perry og kærastinn Orlando Bloom og fleiri.

Hérna verður brúðkaupið haldið:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!