KVENNABLAÐIÐ

Lindsay Shookus fór á stefnumót með John Hamm

Ben Affleck og Lindsay Shookus eru ekki lengur saman, en þau voru að byrja og hætta saman í nokkra mánuði fyrir nokkru. Lindsay sem er framleiðandi hjá SNL sást á stefnumóti með leikaranum úr Mad Men, John Hamm. Þau fóru saman á Broadway sýninguna Derren Brown: Secret þann 15. september síðastliðinn og virtust skemmta sér vel.

Auglýsing

John fór einn í myndatöku á rauða dreglinum fyrir sýninguna en hitti Lindsay fyrir innan.

Sjónarvottur sagði greinilegt daður hafa verið í gangi: „Þau sátu hlið við hlið og voru ekki að fela neitt! Þau voru alltaf að brosa til hvors annars og voru greinilega bæði spennt.“

Auglýsing

LIndsay og Ben urðu par í júlí 2017 en þegar Ben féll fór Lindsay á brott. Þau hættu alveg saman í ágúst 2018 en þau höfðu búið saman. Ben fór þá að hitta Playboyfyrirsætuna Shauna Sexton en það var fljótt búið .

Lindsay og Ben fóru svo aftur að hittast í febrúar 2019 og hættu svo saman í apríl. Ben er nú að einbeita sér að edrúmennskunni og hefur verið edrú í ár.

John Hamm hefur verið ötull á stefnumótasviðinu en ekkert gengið upp af viti. Hann var sagður í fyrra bæði verið að hitta January Jones og Sarah Silverman.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!