KVENNABLAÐIÐ

Eiginmaðurinn nauðgaði hennar í hverri viku í fimm ár, jafnvel fyrir framan börnin

Fimm barna móður sem nauðgað var reglulega í hjónabandi er nú loksins laus úr hrömmum mannsins sem var algerlega sama þó börnin yrðu vitni að ógeðfelldu ofbeldi hans.

Jane Hanmore (35) segir að hennar fyrrverandi, Brian Hanmore (40) hafi nauðgað henni í hverri einustu viku í áratug. Einnig réðst hann á hana með líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi fyrir framan börnin hennar.

Jane
Jane

Eftir u.þ.b. ár eftir að þau hittust fyrst hóf hann andlega ofbeldið. Hann kallaði hana „feita” og „lata.”

Auglýsing

Sambandið varð svo ofbeldissamband og einn daginn þegar ung börn þeirra gengu inn í eldhúsið var Brian að nauðga Jane. Þau spurðu hana af hverju hún væri grátandi.

Brian
Brian

Í janúar árið 2018 játaði Brian nauðganir í fimm liðum og var sendur í fangelsi í áratug. Jane, sem er starfsmaður í heilbrigðisgeiranum og er frá Poole í Dorset, segist hafa óskað þess að hann hafi fengið lengri fangelsisdóm. Hún bætir við: „Ég segi mína sögu til að sýna fólki að það er hægt að endurbyggja líf sitt eftir ofbeldi. Það er aldrei of seint að flýja og fá réttlæti.”

Jane hefur hvatt konur til að tala um ofbeldi sem þær verða fyrir og tala um ef karlmenn beita slíku, til að sýna „hversu mikil skrímsli þeir geta verið.”

Jane hitti Brian árið 2001 en innan árs kom ofbeldishegðun hans í ljós.

Auglýsing

Móðirin segir: „Þegar fyrsti sonur okkar var fimm mánaða nauðgaði hann mér í fyrsta sinn þegar ég neitaði kynlífi. Eftir á skammaðist ég mín og fannst ég ógeðsleg.”
í tíu ár nauðgaði eiginmaður hennar henni vikulega, segir hún.

eigin11

Jane segist aldrei hafa geta sloppið: „Einn daginn gengu börnin inn í eldhús þegar Brian var að nauðga mér og ég stóð hjá vaskinum og grét. Þau spurðu mig af hverju ég væri að gráta, ég laug og sagðist hafa skorið mig á fingri. Ég sendi þau inn í stofu og hann hélt bara áfram. Ég var of hrædd að segja nokkrum og Brian taldi mér trú um að enginn myndi trúa mér.”

Parið gekk í hnappelduna árið 2010 en tveimur árum seinna, árið 2012 ákvað Jane að fara frá Brian, þrátt fyrir að hann héldi áfram að búa í húsinu þeirra. Hann flutti svo út nokkrum mánuðum seinna en neitaði að láta Jane í friði, hringdi í hana stöðugt og braust meira að segja inn til hennar.

Árið 2013 fékk Jane nálgunarbann á hann, en hann braut það stöðugt og réðist m.a. á hana. Jane segir: „Einn daginn kom Brian heim til mín og neitaði að fara. Hann henti mér í gólfið, greip um hálsinn á mér og dró mig á hárinu inn í stofuna.”

Sem betur fór heyrðu synir hennar, 12 og 14 ára, öskrin og hlupu inn, henni til bjargar. Annar hringdi á lögregluna: „Þeir hjálpuðu mér að koma honum út og læsa útidyrahurðinni.”
Brian var handtekinn og í janúar 2014 játaði hann að hafa brotið nálgunarbannið og ráðist á Jane.

eigin542

Hann hélt þó enn áfram: „Hann neitaði að láta mig í friði. Þegar nálgunarbannið rann út í ágúst 2014 hringdi hann ótal sinnum á dag, sendi mér skilaboð og grátbað mig um að taka hann í sátt.”

Jane var búin að fá nóg. Hún kærði hann fyrir nauðganirnar og hann var handtekinn og ákærður.

Í janúar 2018 játaði Brian nauðganirnar og var sendur í fangelsi í tíu ár.

eiginm

Jane segir: „Ég er svo fengin að vera laus úr hrömmum Brians en ég vildi hann hefði fengið lengri dóm. Ég er enn að endurbyggja líf mitt.”

Svo ráðleggur Jane öðrum konum að tala um ef þær verða fyrir ofbeldi.

Heimild: Mirror