KVENNABLAÐIÐ

Amber Heard heimtar að Johnny Depp afhendi skjöl sem staðfesta fíkniefnaneyslu

Fyrrum hjónin, Amber Heard og Johnny Depp eru enn í skilnaðardeilu og er mál enn í gangi þar sem hann ákærir hana fyrir ófrægingarherferð gegn sér og krefst 50 milljóna dala. Vill Amber með þessu sýna fram á að meint áfengis- og fíkniefnaneysla hafi stuðlað að ofbeldishegðun hans gagnvart henni í stuttu og stormasömu hjónabandi þeirra.

Auglýsing

Þau skildu og árið 2018 sagðist Amber hafa verið fórnarlamb heimilisofbeldis.

Auglýsing

Heard bað réttinn að skipa fyrrum eiginmanni hennar að afhenda sönnunargögn þess að hann hefði notað mikið af fíkniefnum á þessum tíma og tengslum hans við ofbeldishegðun. Einnig um handtökur hjá lögreglu. Er um að ræða gögn á borð við viðtöl við lækni og vitni.

Lögfræðingur Heard sagði Johnny neita að afhenda gögn er varða neyslu hans. Johnny segir hinsvegar Amber vera að fela sönnunargögn er sýna hið gagnstæða. Lögfræðingar hans mótmæla kröfu Amber og segja hana vera lygara og að Johnny hafi „þjáðst mjög vegna falskra ásakana og allir eigi rétt á að sjá hvað Amber er að fela.“ Segja þeir hana hafa komið fram í fjölmiðlum með ásakanir og hafi því verið með ærumeiðingar þar sem ekkert væri hæft í þeim.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!