KVENNABLAÐIÐ

Sela Vave, sambýliskona Jamie Foxx, er bara 19 ára

Jamie Foxx hefur þrætt fyrir að þau Sela Vave séu í sambandi og hann sé einungis að reyna að koma henni á framfæri. Komst samband þeirra í hámæli í síðasta mánuði þar sem þau sáust yfirgefa næturklúbb saman, en fólk þarf að vera orðið 21 árs til að komast inn.

Auglýsing

Sögusagnir voru á kreiki um að Sela væri 21 árs, en nú hefur komið í ljós að hún er bara 19 ára. Jamie er 51 árs.

Þau dásama hvort annað á samfélagsmiðlum og er greinilega hlýtt á milli þeirra. Þau hafa ekki gefið opinberlega út að þau séu saman, en hún býr hjá honum og hefur gert það í nokkrar vikur. Jamie hefur komið nokkrum tónlistarmönnum á framfæri, þ.m.t. Ed Sheeran sem gisti á sófanum hjá honum í nokkrar vikur.

Auglýsing

Upp komst um réttan aldur Selu þegar einhver rak augun í póst móður hennar frá 2017: „Til hamingju með 17 ára afmælið, elsku góða, hugulsama, hæfileikaríka og æðislega dóttir Sela Vave!“

Sagt er að Jamie hafi ekki haft hugmynd um að hún væri undir aldri fyrst þegar hann ákvað að taka hana undir sinn verndarvæng, og er víst ekki ánægður með það. Sela hefur þó hringt í móður sína og sagt að Jamie viti hversu gömul hún er: „Jamie hefur sagt henni að hún geti ekki farið á bari lengur.“

Eins og lesendur vita eru Jamie og Katie Holmes hætt saman eftir sex ára samband. Katie hefur þótt vandræðalegt að fylgjast með málum Jamies þar sem hann er næstum nógu gamall til að vera afi Selu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!