KVENNABLAÐIÐ

Sonur Kate Hudson skammar hana fyrir að hafa ekki spurt hann áður en hún setti myndband á samfélagsmiðla

Elsti sonur leikkonunnar Kate Hudson skammaði hana fyrir að setja myndband af honum á Instagram án leyfis þann 7. september síðastliðinn: „Mamma, þú spurðir mig ekki hvort þú mættir pósta þessu,“ segir Ryder en hann er 15 ára.

Auglýsing

Í myndbandinu má sjá Kate og kærastann hennar Danny Fujikawa ásamt dóttur þeirra Rani sem er 11 mánaða og átta ára syni Kate og Matt Bellamy, Bingham þar sem þau sitja á sófa og syngja afmælissönginn.

„Fyrir þann sem á skilið húrrahróp fyrir daginn sem hann er fæddur!“ stóð í myndbandinu.

Auglýsing

Kate hefur viðurkennt að hún geti ekki beðið eftir að Ryder verði nógu gamall til að þau geti fengið sér í glas saman: „Fólk er bara – mig langar að frysta þau þegar þau eru lítil. Ég er ekki þannig, ég get ekki beðið eftir að fara á barinn með krakkanum mínum – er það skrýtið? Hann er svo skemmtilegur!“

„Hann er svo hávaxinn. Mig dreyndi um þann dag þegar hann yrði stærri en ég. Svo faðmaði hann mig um daginn og ég fór næstum að skæla. Þetta er æði, klikkað og fallegt.“

Ryder er fæddur árið 2004 en faðir hans er Chris Robinson.

Kate segist ekki endilega vera hætt að eignast börn og sagði við Rachael Ray: „Ég myndi eignast 100 krakka, ég elska að vera ólétt. Mér líkaði sem ekki síðasti þriðjungurinn á þessari meðgöngu [með Rani]. Þetta var frekar slæmt en ég myndi gera þetta aftur.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!