KVENNABLAÐIÐ

Ný rannsókn: Kynhvöt kvenna dvínar eftir giftingu en ekki kynhvöt karla

Bandarískir fræðimenn hafa rannsakað hjónabönd og kynlíf og segja að kynhvöt kvenna lækki um 16% eftir að hafa játast makanum á fyrstu fjórum árum hjónabandsins. Breytingar á kynferðislegri samhæfni er eitthvað sem orsakar núning og átök í hjónaböndum.

Hið sama gilti um barnlaus pör og pör með börn. Kynhvöt karla var hin sama, alveg sama hvað gerðist.

Auglýsing

Sálfræðingar frá háskólanum í Flórídaríki segja að ein skýringin sé sú að þegar fólk er komið í öruggt samband setji konur minni kraft í það en í tilhugalífinu. Dr James McNulty sem skrifar í Archives of Sexual Behavior, og stýrði rannsókninni segir: „Nýgiftir karlar halda áfram að þrá konuna sína og kynlíf yfir höfuð, á meðan konurnar hafa sjaldnar þessa þrá. Maður gæti áætlað að konur finni fyrir aukinni kynferðislöngun sem afleiðingu af ánægjulegu tilhugalífi. Þessi niðursveifla svo getur orsakast af minnkandi þörf á að „fjárfesta“ í tilvonandi eiginmanni.“

207 nýgift pör tóku þátt í rannsókinni og voru spurð um kynferðisþrá, breytingar á lífum þeirra, t.d. barneignir og kynferðislega ánægju á sex mánaða fresti í fjögur ár.

Auglýsing

Kynferðislöngun kvenna minnkaði skömmu eftir giftingu og hélt áfram að minnka á meðan karlarnir stóðu í stað. Þessar niðurstöður þýða ekki endilega minna kynlíf, heldur frekar að gæðin séu tekin fram yfir magnið, svo að segja.

Rannsakendur segja að niðurstöðurnar geti hjálpað mörgum pörum í sambandsvanda: „Að vera ekki kynferðislega samhæfð er mjög eðlilegt og einkennandi. Að þekkja þetta samhæfi og vita af því getur bætt sambönd og aukið skilning og samkennd. Einnig getur það dregið úr rifrildum. Ástin er fín, fræðilega séð, en í framkvæmd er það spurning um persónuleika, fjölskyldu og annað sem er misjafnt milli einstaklinga í nýju sambandi. Það er einnig möguleiki á að það slökkni á kynhvöt kvenna ef þær sjá kynlífið sem skyldu.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!