KVENNABLAÐIÐ

Davíð flúði með hundana sína upp í fjöll í Noregi vegna dularfulla hundasjúkdómsins

Davíð Illugi Hjörleifsson Figved, Íslendingur búsettur í Noregi, vill ekki taka neina áhættu með hundana sína vegna dularfulls hundasjúkdóms sem ríkir í landinu og dregur hunda til dauða. Flúði hann því upp í fjöll með kærastanum sínum Tim Philip Stensveein, burt frá þéttbýli, og segir í færslu á Hundasamfélaginu á Facebook:

Auglýsing

Þá er ég og kærasti minn flúnir upp á fjöll með hundana. Við búum semsagt á Oslóarsvæðinu í Noregi og erum skíthræddir við ástandið. Viljum ekki taka neina sjensa á smiti, þannig ætlum að koma okkur frá hundum og fólki þangað til það kemur í ljós hvað þessi sjúkdómur er og hvernig er hægt að lækna hann.

Auglýsing
Hundar Davíðs og Tim
Hundar Davíðs og Tim. Tumi er af tegundinni Pug og Garcia af tegundinni Boston Terrier.

Einnig segir Davíð:  Þetta byrjaði bara í Osló nýlega og er að færast lengra, einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur, og líklegast dauði innan við 24t eftir smit :/dyralæknastofnanir, mattilsynet (mast) og vísindastofnanir eru að vinna hörðum höndum í að finna út hvað þetta er. En þetta er ekkert sem neinn kannast við.

Ólíklegt er að sjúkdómurinn berist til Íslands, samkvæmt þessari frétt, en skiljanlegt er að hundeigendur séu uggandi vegna ástandsins.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!