KVENNABLAÐIÐ

Munu Meghan og Harry gefast upp og flýja til Hollywood?

Meghan Markle og Harry Bretaprins eru sögð orðin afar þreytt á stöðugri gagnrýni á allt sem þau gera í Bretlandi, samkvæmt The Mail on Sunday. Er þar einnig sagt að þau hafi verið sett í „fórnarlambshlutverkið“ eftir að óvildarmenn réðust á þau eftir að þau ferðuðust um í einkaþotu og líka varðandi önnur mál.

Ætla þau að flytja til Hollywood, þar sem Meghan fæddist?

Auglýsing

Charles Bretaprins hefur stungið upp á að þau flytji í býli á Herefordskíri. Meghan (38) og Harry (34) vilja ekki búa þar og hafa í raun hunsað umræðuna. Charles vildi að Harry myndi eiga sveitabýli nálægt velsku landamærunum. Harry hefur ekki áhuga á því og gæti verið að íhuga að flytja til Bandaríkjanna með Meghan og Archie sem er nú þriggja mánaða.

„Á tíunda áratugnum var ákveðið að Harry, þá barn, myndi eignast fjölskyldu og myndi byggja sveitabýli. Charles vildi Herefordskíri, taldi að Harry myndi elska það,“ segir heimildarmaður við The Mail on Sunday.

 „Kannski í þá daga voru þau að búast við að Harry myndi kvænast…grunnskólakennara sem myndi ekki elska neitt heitar en að stjórna svona býli. Nú hraðspólum við til 2019 og þessi draumur virðist gamaldags…og óraunhæfur.“
Auglýsing
Meghan er sögð erfið þar sem hún hefur rekið marga sem hafa starfað fyrir hana.
Allt varð brjálað þegar hún hélt steypiboð í New York.
Svo var fólk ævareitt þegar þau nota einkaþotu til að komast hingað og þangað, m.a. í heimsókn til Elton John og í sumarfrí á Ibiza.
Þau eru sögð hræsnarar fyrir að ferðast í lúxus en í Los Angeles gætu þau fengið meiri skilning á lífsháttum þeirra. Doria er sögð bak við tjöldin að ráðleggja þeim.
„Meghan og Harry finnst ekki að þau þurfi að breyta lífsvegjum sínum heldur fólkinu í kringum sig og mögulega landinu sem þau kalla heimili sitt. Þau hafa enga ósk um að vera stöðugt í brennidepli.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!