KVENNABLAÐIÐ

Christian Slater og eiginkonan Brittany Lopez eignuðust dóttur

Leikarinn Christian Slater (50) og eiginkona hans Brittany Lopex eignuðust dóttur á dögunum en þau hafa verið gift í fimm ár. Er þetta þeirra fyrsta barn saman, en Christian á Jaden Christopher sem er tvítugur og Eliana Sophia sem er 18 ára með fyrrverandi eiginkonu sinni Ryan Haddon. Kom þetta nokkuð að óvörum þar sem fáir vissu af meðgöngunni.

Auglýsing

Slater og Lopez gengu í það heilaga í desember 2013 eftir að hafa verið að hittast í þrjú ár. Þau giftu sig hjá óvænt hjá sýslumanni í Flórídaríki. Þau höfðu áður fagnað trúlofuninni á gamlárskvöld árið 2012 með 200 manns í partýi þannig þau héldu í raun enga brúðkaupsveislu. Leikarinn sagði: „Það er jú eins og við höfðum fengið brúðkaupsveislu!“

Auglýsing