KVENNABLAÐIÐ

„Heita fanganum“ Jeremy Meeks skítsama þó kærastan hafi náðst á mynd kyssa annan mann

Fyrirsætan Jeremy Meeks, sem komst í heimsfréttirnar eftir að fangamynd af honum fór á flug á netinu, segist enn vera að hitta erfingja Top Shop Chloe Green þrátt fyrir að upp hafi komist um hana kyssandi annan mann á snekkju.

meek22

Auglýsing

„Ég finn ekki neitt, maður,“ sagði Meeks (35) við TMZ miðvikudaginn 28. ágúst aðspurður um hvernig honum liði. Svo sagði hann að þau væru enn par: „Við erum enn saman,“ sagði hann.

meek2

Chloe sást í heitum faðmlögum við pólóleikarann Rommy Gianni þann 10 ágúst síðastliðinn en þau voru um borð í snekkju á miðjarðarhafinu. Hún var ber að ofan og þau voru alls ekki feimin við myndavélarnar.

Auglýsing
Rommy er dálítið líkur Jeremy
Rommy er dálítið líkur Jeremy

Talið var að Chloe og Jeremy, sem eiga 14 mánaða son saman, Jayden Meeks-Green, hafi verið hætt saman, en á góðum nótum. Jeremy sagði við TMZ að þau væru enn saman, þannig annaðhvort er hann í ruglinu eða þau í opnu sambandi.

Jeremy og Chloe, sem er dóttir milljarðamæringsins Philip Green, hafa verið saman síðan í júní 2017. Þá var hann enn giftur fyrrverandi konunni sinni, Melissu. Skilnaðurinn var frágenginn í júní 2018 og þau hafa sameiginlegt forræði yfir 10 ára syni þeirra, Jeremy Jr.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!