KVENNABLAÐIÐ

Martha Stewart fylgist ekki með því sem Gwyneth Paltrow aðhefst í Goop

Martha Stewart hefur ekki mikið álit á Gwyneth Paltrow og heilsusíðunni hennar Goop. Martha sagði árið 2017 þegar áhorfandi hringdi inn í þátt Mörthu og Snoop Dogg, Martha & Snoop’s Potluck Dinner Party og spurði hvað henni fyndist um heilsuráð Goop, sagði hún: „Hver er Goop?“

Auglýsing

Nú hefur hún aftur sagt að hún hafi ekki áhuga á því sem Gwyn gerir: „Ég fylgist ekkert með Goop“ sagði hún í hlaðvarpinu The Corp. „Stundum sé ég eitthvað sem hún er að selja. Ég óska öllum frumkvöðlum gæfu og ég vona að það sé margar, margar, margar ólíkar tegundir af þeim…hvort sem þær eru kvikmyndastjörnur eða eins og ég, duglegar konur sem eru ekki kvikmyndastjörnur.“

Auglýsing

Hún óskaði þó Gwyn alls hins besta í framtíðinni en tók þó fram að hún sjálf hefði komið „heimili“ og lífsstíl tengdum heimilum á framfæri: „Þetta er heill iðnaður núna og ég er stolt af því að hafa leitt hann.“

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!