KVENNABLAÐIÐ

Hafði ekki hugmynd um að Larry King vildi skilnað

Shawn King, eiginkonu Larry King fréttamanns, kom skilnaðarósk hans gersamlega í opna skjöldu. Telur hún að hjartaáfalli hans í aprílmánuði á þessu ári sé um að kenna. Vinkona Shawn, Lisa Stanley sem er þáttastjórnandi, segir að Larry sé „afskaplega veikur. Hún hefur verið að hugsa um hann og hefur verið talskona hans og jafnvel logið fyrir hann. Þeim tókst að leyna því hvað gerðist, en hann fékk hjartaáfall.“

Auglýsing

Samkvæmt Lisu sögðu læknar Larry að hann ætti einungis örfáa daga eftir ólifað eftir hjartaáfallið þannig lögfræðingur þeirra ráðlagði þeim að fara yfir pappíra. Larry var mjög tortrygginn og reiddist Shawn, eins og hann treysti henni ekki eða nýju pappírunum: „Þetta er bara algert rugl. Hún er búin að hugsa svo vel um hann. Það var ekkert á þessum pappírum annað en það sem viðkom börnunum þeirra og arfinum.“

Auglýsing

Fjölskylda Larrys neitaði að hann hefði fengið hjartaáfall: „Hann fékk ekki hjartaáfall og fór ekki í hjartastopp,“ sögðu þau á Twitter. „Hann fór í aðgerð og er heill heilsu.“

Lisa segir nú að fólk hafi hreinlega logið því að Larry væri orðinn mjög heilsuveill.

Larry sótti um skilnað frá Shawn, þriðjudaginn 20. ágúst og bar við ósætti. Samkvæmt dómsskjölum skildu þau þann 6. júní en þau hafa verið gift í 22 ár. Enginn var meira undrandi en Shawn: „Þetta kom henni algerlega í opna skjöldu. Hún vill vinna í málunum.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!