KVENNABLAÐIÐ

Katie Holmes sleit sambandinu við Jamie Foxx

Eftir að myndir bárust af Jamie Foxx með konum á djamminu í síðustu viku fóru flestir að hugsa um hvort allt væri í lagi milli hans og Katie Homes. Það var ekki svo og þau eru hætt saman eftir að hafa verið par í sex ár.

Jamie nýtti tækifærið og fór út á lífið með tveimur konum í Los Angeles. 

Auglýsing

Katie Holmes heyrðist segja vinum sínum frá sambandsslitunum í New York yfir kvöldverði á La Esquina: „Hvað Jamie gerir er hans mál – við höfum ekki verið saman í marga mánuði,“ sagði Katie við vinkonu sína.

Auglýsing

Parið hélt sambandi sínu leyndu lengi og héldu sig út af fyrir sig. Þau höfðu víst ekki rætt brúðkaup eða slíkt því þau voru ánægð með sambandið eins og það var. „Katie og Jamie eiga frábært samband og góða tengingu. Þau vilja ekki blanda börnunum inn í það,“ sagði vinur þeirra á ssínum tíma.

Ástæða þess þau vildu ekki binda sig var sú að þau vildu ekki koma fjölskyldum sínum í eitthvert uppnám. Eins gott þar sem sambandið gekk ekki upp!

Katie á Suri, 13 ára með Tom Cruise og Jamie á dæturnar Corinne (25) og Annalise sem er tíu ára úr fyrri samböndum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!