KVENNABLAÐIÐ

Bætti Quentin Tarantino inn á allar myndir fasteignaauglýsingar í von um skjótari sölu

Rússi nokkur, íbúi í þorpinu Chelyabinsk fékk fimm mínútna frægð um daginn þegar auglýsing fyrir íbúðina hans fór á flug á netinu fyrir að innihalda myndir af hinum þekkta kvikmyndaleikstjóra Quentin Tarantino.

ta

Auglýsing

ta7

Að sjálfsögðu er sennilega það síðasta sem þú býst við þegar þú skoðar fasteignaauglýsingar að sjá Quentin á öllum myndum. Þess vegna fannst Alexander Kainov það afskaplega góð hugmynd að bæta leikstjóranum á myndirnar. Það var líkt og að leikstjórinn væri að skoða íbúðina og líkaði vel.

ta9

Alexander tókst því miður ekki að selja íbúðina í snatri, en vonandi festir einhver æstur aðdáandi kaup á henni.

ta33

Auglýsing

ta332

„Ég er ekki búinn að selja íbúðina enn, en 6000 manns skoðuðu auglýsinguna á fimm tímum. Ég vona að hún nái alla leið til Tarantino líka,“ segir Alexander sem er mikill aðdáandi.

ta42

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!