KVENNABLAÐIÐ

Neysla drepur alla möguleika á því að maður sé glaður í hjartanu

Hlynur Kristinn Rúnarsson skrifar: Ég sit á einhverjum sófa á einhverju hóteli… það er allt orðið skítugt eftir þriggja daga neyslu inní herberginu… Ég er með stelpu sem ég kalla kærustu á þeim tíma en í raun er hún neyslufélagi.. ég útvega efni og hún fær með… Í staðinn ræð ég ríkjum og stjórna… hún skal hlýða… og sýna mér aðdáun og vilja til að þóknast mér…

Auglýsing

Ég hef vilja til að vera þráður ekki til að stjórna með harðri hendi þannig ef hún er ekki að dást að mér þá fer ég bara í fýlu… (eða verð fúll)… Ég geri mér væntingar um að hún skilji að ég vilji ást… að ég vilji finna að hún hrífist af mér en ekki af stærð pokans sem ég er með falinn í sokknum… Þótt að innst inni veit ég alveg að hún er fangi fíknarinnar rétt eins og ég.


Auglýsing

Líf mitt snérist um reddinguna að það væri til svo það væri hægt að halda áfram. Svo að ég myndi ekki missa stjórnina… eða stelpuna.. Sjálfstraustið fór dvínandi því peningarnir fóru dvínandi því það var öllu eytt í efnin og hótelin… Hættur að næra mig… hættur að sofa… hættur að líða vel í ástandinu.. hættur að finna fyrir spennunni fyrir þessu öllu.. 

Hvenar varð þetta svona?

Ég var með væntingar til lífsins.. 18 ára gamall ætlaði ég mér að verða fjármálaverkfræðingur eða rekstrarverkfræðingur. Mig langaði í konu og börn og hund. Þá hafði ég aldrei prófað nein efni. Núna sit ég 12 árum seinna… sex ár í sterum fjögur ár í vimuefnum, með 14 mánuði í brasilísku fangelsi.. árslanga krakkneyslu.. bara verið í óheilbrigðum samböndum.. ég er af góðu fólki… ég er góðhjartaður og vil öllum vel…
Hvernig varð þetta ég?

Ekki láta væntingar þínar til lífsins blekkja þig…
Fikt er ekki bara fikt…
Neysla drepur alla möguleika á því að maður sé glaður í hjartanu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!